Skilmálar vöruskipta
Að skipta og skila vöru
Viðskiptavinur getur skipt vöru ef vara er óskemmd og óopnuð, í upprunalegum umbúðum, og ábyrgðarmiði fylgir með. Almennur skiptifrestur á vörum er 30 dagar. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda. Ekki er boðið uppá endurgreiðslu, þess í stað fær viðskiptavinur inneignarnótu. Eina undantekningin sem við veitum varðandi endurgreiðslu er ef um er að ræða netpöntun sem gerð var innan 14 daga frá beiðni um endurgreiðslu.
Ábyrgðarskilmálar
Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni, án kostnaðar fyrir viðskiptavini. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, vanrækslu eða venjulegu sliti sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar. Telji viðskiptavinur að vara sé gölluð skal hætta notkun, ganga frá gripnum á öruggan stað og koma honum til skoðunar í verslunum eða á verkstæði Skoarinn, ásamt kvittun til staðfestingar á kaupunum.
Fyrir frekari upplýsingar er vísað til viðskiptaskilmála okkar.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
